Minn gamur.is

Á þessum síðum getur þú séð hvað þú eða þitt fyrirtæki ert að skila inn til endurvinnslu og förgunar. Smelltu á "Skrá inn" hér að ofan til að nálgast þínar upplýsingar. Hafðu samband við okkur þegar þú hefur búið til aðgang og við tengjum þig við þínar upplýsingar.

gamur.is »

Leiðandi í umhverfismálum frá 1999 - og hvergi nærri hætt

Íslenska gámafélagið var stofnað árið 1999 og býður upp á alhliða umhverfisþjónustu til fyrirtækja, sveitarfélaga og einstaklinga.
Íslenska gámafélagið er fyrst fyrirtækja sem veita sorphirðuþjónustu til að fá umhverfisvottun ISO 14001 og Jafnlaunavottun VR

gamur.is »

Hvar erum við

Höfuðstöðvar Íslenska gámafélagsins eru í Gufunesi en félagið er með starfsstöðvar vítt og dreift um landið.
Þjónustusviðið spannar alla þætti almennrar sorphirðu, frá innsöfnun á heimilissorpi til söfnunar og flutnings á spilliefnum auk þess býður fyrirtækið upp á ráðgjöf á sviði endurvinnslu og flokkunarmála, vinnuvélaflutninga, leigu á vinnuskúrum, þurrsalernum, hálkueyðingu ásamt götusópun.

Finndu okkur »

Sorphirðuráðgjöf

Íslenska gámafélagið starfrækir umhverfissvið sem sérhæfir sig í ráðgjöf í sorphirðu- og umhverfismálum fyrir fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir.
Meðal verkefna umhverfissviðs Íslenska gámafélagsins er gerð handbóka um sorphirðu, áætlana, skýrslna og ráðgjafar við flokkun og endurvinnslu. Jafnfram bjóða sérfræðingar okkar upp á úttekir á núverandi stöðu sorphirðunnar og leiðir til hagræðingar. Við sjáum einnig um kynningar og gerð kynningarefnis fyrir skóla, fyrirtæki og stofnanir ásamt því að aðstoða við útflutning á endurvinnanlegu hráefni og þeim málefnum er snúa að úrvinnslusjóði.

Nánar um þjónustuna »